Vááá hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast

Jæja ég veit ekki alveg hvar á að byrja en ég held ég byrji á að segja að ég er flutt úr mosó í Kópavog. Ég fékk þessa íbúð upp í hendurnar á mér í byrjun júlí og stökk á tækifærið. Byrjaði að flytja á laugardegi en fékk svo rosalega í bakið að ég lá í 3 daga og það tafði mig nú aðeins. Er búin að koma mér fyrir að nokkru leyti en á bara eftir að fara í gegnum nokkra kassa í viðbót, henda og pakka niður því sem ég ætla að geyma.

 Hef ekkert ferðast í sumar fyrir utan að síðustu helgina í júlí á laugardeginum fórum ég, mamma og bróðir minn á ættarmót hjá nánustu föðurfjölskyldu bróðir míns en það mættu allir upp í Hvalfjörð í blíðskaparveðri þar sem hægt var að fara í heitan pott og svona. Þaðan fórum við svo á annað ættarmót sem alltaf er haldið þessa helgi en það er uppi í Kjós þar sem mamma var einu sinni í sveit en hún hefur alltaf haldið sambandi við þetta fólk í gegnum árin. Um kvöldið var farið í leiki og svo kveikt í brennu og sungið og brunuðum við svo í bæinn upp úr  miðnætti.

Um verslunarmannahelgina var ég bara í bænum en það byrjaði þannig á fimmtudaginn að bíllinn minn sem er búinn að vera bilaður svo til í allt sumar drap á sér þegar ég var að beygja inn á planið hjá laugardalslaug og neitar að fara í gang þannig að ég þurfti að skilja hann eftir þar og fara með mömmu heim í mosó. Fengum við svo FÍB til að fara og sækja bílinn og fara með hann í Hfj að verkstæði sem pabbi minn á á föstudaginn og hann stendur núna þar. En í staðinn fyrir að vera bíllaus lánaði pabbi mér vinnubílinn sinn þannig að ég kemst allavega á milli staða. En ég veit ekki hversu lengi ég hef þennan bíl eða þá hvort það borgi sig að gera við minn hann er 10 ára gamall. Fórum við svo aðeins að útrétta og enduðum í mosó þar sem við grilluðum um kvöldið og kíktum svo aðeins í bæinn. Á laugardaginn fór ég svo aftur í bæinn og við grilluðum þennan líka fína lambahrygg um kvöldið spiluðum og kíktum svo aftur í bæinn. Afgangurinn af helginni var svo bara í rólegheitum og ekkert merkilegt gert.

Veit ekki hvað ég get sagt meira í bili en nú verð ég að fara að gera eitthvað er í mosó að ná í restina afdótinu mínu.

 Over and outTounge 

                                                                                                                                                                                                                                       

Varð að setja inn eitt af mínum uppáhaldslögum með Queen þessa daganna. Freddie Mercury bara snillingur og alltaf að komast hærra og hærra í aliti hjá mér en Queen hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér eða síðan ég var lítil stelpa;)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til hamingju með nýja heimilið. 

Bestu kveðjur til mömmu þinnar.

Anna Einarsdóttir, 6.8.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Linda litla

Innilega til hamingju með íbúðina. Vonandi á allt eftir að ganga vel þar.

Linda litla, 8.8.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband