Gef mér .......

loksins tíma til að setjast niður og skrifa nokkrar línur en það er ýmislegt búið að gerast á undanförnum vikum.

Eitt af því er að 9 mars sl fermdist bróðir minn, 10 dögum seinna átti hann afmæli.

19 apríl fór ég svo í tvöfalt afmæli, þ.e.a.s. afi minn átti afmæli og sama dag áttu þau hjónin (afi og amma) 50 ára brúðkaupsafmæli og var öll fjölskyldan samankomin í grillveislu heima hjá pabba mínum eða rúmlega 25 manns. Meira að segja systir pabba og maðurinn hennar en þau búa í Norge. Þetta var yndislegur dagur að öllu leyti og mjög gaman. 

Fór reyndar í 2 fermingar svo sama sunnudaginn eina á Eyrarbakka hjá dóttir ellusprellu og svo hjá frænku minni í Kópavogi. Mjög gaman á báðum stöðum og sérlega flott veislan á Eyrarbakka.

Að öðru leyti er það að frétta að skólinn er búinn hjá mér og hefur það bara gengið ágætlega. Skrifa fljótlega meira, er eitthvað svo andlaus núna og veit ekki hvað ég á að skrifa meira núna. Vildi bara láta vita af mér.

Þangað til næst OVER AND OUT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það er greinilega búið að vera nóg að gera hjá þér. Og til hamingju með það að skólinn er búinn, það eru svo sannarlega góðar fréttir. Þá má sumarið koma.

Linda litla, 11.5.2008 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband