17.1.2008 | 16:22
Jæja loksins.....
Gef ég mér tíma til að setjast niður og blogga aðeins. Það er líka svolítið erfitt að gera það þegar maður hefur ekki nettengingu heima hjá sér og þarf að fara annað til að gera þetta En þar sem ég hef ekkert skrifað síðan fyrir jól er kannski margt sem ég hef að segja.
Jólin voru róleg, bara matur á aðfangadag hjá mömmu, "matarboð" hjá pabba í hádeginu á jóladag og svo fórum við í matarboð til ömmu og afa um kvöldið. Stærstu fréttirnar þar voru að elsti bróðir pabba og sambýliskona hans í rúmlega 20 ár giftu sig 22 des+ að sonur þeirra sem er blindur útskrifaðist sem stúdent frá Flensborg. TIL HAMINGJU Á annan í jólum var svo brunað upp á Akranes hjá stórfjölskyldu bróðir míns, rosa stuð, jólasveinn og sungið og dansað kringum jólatréð sem afi hans hafði búið til fyrir nokkuð mikið mörgum árum áður (veit ekki alveg hvað gamalt) Dagarnir á eftir voru rólegir og áramótin líka, kíkti reyndar í bæinn og hitti þar fólk sem ég hef ekki hitt lengi.
Svo tók hversdagsleikinn við. Skólinn byrjaði svo aftur 10 Jan sl. og er ekkert nema gott um það að segja. Ég er líka byrjuð í sjúkraþjálfun þar sem ég kem til með að mæta 2svar í viku frá og með 21 Jan.
En stærstu fréttirnar núna er aftur á móti þær að ég og vinkona mín eigum báðar afmæli á laugardaginn (19. Jan) og spurningin er hvað verður gert í tilefni dagsins, fer reyndar líklega í mat til pabba og þeirra á morgun (18)
Læt þetta duga í bil og segi eins og áður OVER AND OUT
Athugasemdir
Hafðu það sem allra best 2 dagar í afmæli
Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.1.2008 kl. 17:43
Kveðja til múttu og innilega til hamingju með laugardaginn.
Anna Einarsdóttir, 17.1.2008 kl. 23:55
Til hamingju með afmælið
Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.1.2008 kl. 00:04
til lukku með daginn
Þórunn Óttarsdóttir, 19.1.2008 kl. 10:53
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Eva
hún á afmæli í dag
Hipp hipp húrra!!!!!!!
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 19.1.2008 kl. 23:39
síðbúin afmæliskveðja= til hamingju með afmælið
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 28.1.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.