Færsluflokkur: Bloggar
6.8.2008 | 16:11
Vááá hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast
Jæja ég veit ekki alveg hvar á að byrja en ég held ég byrji á að segja að ég er flutt úr mosó í Kópavog. Ég fékk þessa íbúð upp í hendurnar á mér í byrjun júlí og stökk á tækifærið. Byrjaði að flytja á laugardegi en fékk svo rosalega í bakið að ég lá í 3 daga og það tafði mig nú aðeins. Er búin að koma mér fyrir að nokkru leyti en á bara eftir að fara í gegnum nokkra kassa í viðbót, henda og pakka niður því sem ég ætla að geyma.
Hef ekkert ferðast í sumar fyrir utan að síðustu helgina í júlí á laugardeginum fórum ég, mamma og bróðir minn á ættarmót hjá nánustu föðurfjölskyldu bróðir míns en það mættu allir upp í Hvalfjörð í blíðskaparveðri þar sem hægt var að fara í heitan pott og svona. Þaðan fórum við svo á annað ættarmót sem alltaf er haldið þessa helgi en það er uppi í Kjós þar sem mamma var einu sinni í sveit en hún hefur alltaf haldið sambandi við þetta fólk í gegnum árin. Um kvöldið var farið í leiki og svo kveikt í brennu og sungið og brunuðum við svo í bæinn upp úr miðnætti.
Um verslunarmannahelgina var ég bara í bænum en það byrjaði þannig á fimmtudaginn að bíllinn minn sem er búinn að vera bilaður svo til í allt sumar drap á sér þegar ég var að beygja inn á planið hjá laugardalslaug og neitar að fara í gang þannig að ég þurfti að skilja hann eftir þar og fara með mömmu heim í mosó. Fengum við svo FÍB til að fara og sækja bílinn og fara með hann í Hfj að verkstæði sem pabbi minn á á föstudaginn og hann stendur núna þar. En í staðinn fyrir að vera bíllaus lánaði pabbi mér vinnubílinn sinn þannig að ég kemst allavega á milli staða. En ég veit ekki hversu lengi ég hef þennan bíl eða þá hvort það borgi sig að gera við minn hann er 10 ára gamall. Fórum við svo aðeins að útrétta og enduðum í mosó þar sem við grilluðum um kvöldið og kíktum svo aðeins í bæinn. Á laugardaginn fór ég svo aftur í bæinn og við grilluðum þennan líka fína lambahrygg um kvöldið spiluðum og kíktum svo aftur í bæinn. Afgangurinn af helginni var svo bara í rólegheitum og ekkert merkilegt gert.
Veit ekki hvað ég get sagt meira í bili en nú verð ég að fara að gera eitthvað er í mosó að ná í restina afdótinu mínu.
Over and out
Varð að setja inn eitt af mínum uppáhaldslögum með Queen þessa daganna. Freddie Mercury bara snillingur og alltaf að komast hærra og hærra í aliti hjá mér en Queen hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér eða síðan ég var lítil stelpa;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2008 | 21:59
Gef mér .......
loksins tíma til að setjast niður og skrifa nokkrar línur en það er ýmislegt búið að gerast á undanförnum vikum.
Eitt af því er að 9 mars sl fermdist bróðir minn, 10 dögum seinna átti hann afmæli.
19 apríl fór ég svo í tvöfalt afmæli, þ.e.a.s. afi minn átti afmæli og sama dag áttu þau hjónin (afi og amma) 50 ára brúðkaupsafmæli og var öll fjölskyldan samankomin í grillveislu heima hjá pabba mínum eða rúmlega 25 manns. Meira að segja systir pabba og maðurinn hennar en þau búa í Norge. Þetta var yndislegur dagur að öllu leyti og mjög gaman.
Fór reyndar í 2 fermingar svo sama sunnudaginn eina á Eyrarbakka hjá dóttir ellusprellu og svo hjá frænku minni í Kópavogi. Mjög gaman á báðum stöðum og sérlega flott veislan á Eyrarbakka.
Að öðru leyti er það að frétta að skólinn er búinn hjá mér og hefur það bara gengið ágætlega. Skrifa fljótlega meira, er eitthvað svo andlaus núna og veit ekki hvað ég á að skrifa meira núna. Vildi bara láta vita af mér.
Þangað til næst OVER AND OUT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2008 | 16:22
Jæja loksins.....
Gef ég mér tíma til að setjast niður og blogga aðeins. Það er líka svolítið erfitt að gera það þegar maður hefur ekki nettengingu heima hjá sér og þarf að fara annað til að gera þetta En þar sem ég hef ekkert skrifað síðan fyrir jól er kannski margt sem ég hef að segja.
Jólin voru róleg, bara matur á aðfangadag hjá mömmu, "matarboð" hjá pabba í hádeginu á jóladag og svo fórum við í matarboð til ömmu og afa um kvöldið. Stærstu fréttirnar þar voru að elsti bróðir pabba og sambýliskona hans í rúmlega 20 ár giftu sig 22 des+ að sonur þeirra sem er blindur útskrifaðist sem stúdent frá Flensborg. TIL HAMINGJU Á annan í jólum var svo brunað upp á Akranes hjá stórfjölskyldu bróðir míns, rosa stuð, jólasveinn og sungið og dansað kringum jólatréð sem afi hans hafði búið til fyrir nokkuð mikið mörgum árum áður (veit ekki alveg hvað gamalt) Dagarnir á eftir voru rólegir og áramótin líka, kíkti reyndar í bæinn og hitti þar fólk sem ég hef ekki hitt lengi.
Svo tók hversdagsleikinn við. Skólinn byrjaði svo aftur 10 Jan sl. og er ekkert nema gott um það að segja. Ég er líka byrjuð í sjúkraþjálfun þar sem ég kem til með að mæta 2svar í viku frá og með 21 Jan.
En stærstu fréttirnar núna er aftur á móti þær að ég og vinkona mín eigum báðar afmæli á laugardaginn (19. Jan) og spurningin er hvað verður gert í tilefni dagsins, fer reyndar líklega í mat til pabba og þeirra á morgun (18)
Læt þetta duga í bil og segi eins og áður OVER AND OUT
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.12.2007 | 04:31
Söfnun
Eins og flestallir sem lesa mbl blogg er hér ein manneskja sem á erfitt núna en það er hún Þórdís Tinna en hún á í baráttu við krabba. Hún skrifar mjög skemmtilegar færslur um sig og sína og er einn vinsælasti bloggarinn hér.
Ef þú, lesandi góður, átt kost á, endilega leggðu henni lið og leggðu inn á hana þó ekki væri nema 1000 kall eða svo því allt hjálpar.
Bankareikningur
0140-05- 015735. Kt.101268-4039
Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2007 | 04:19
Aðventan gengin í garð
Í ljósi þess að fyrsti sunnudagur aðventunnar er nú liðinn er margt sem maður fer að hugsa um og manni langar að gera eitthvað gott fyrir fólkið í kringum okkur og svo fólk sem á erfitt. Hvað getur maður gert t.d. fyrir þá sem eru að berjast við erfið veikindi af hvaða toga sem er???
Ég get bara sagt frá því að ég tala nokkurn vegin af reynslu þar sem ég og fjölskylda okkar misstum góðan mann fyrir 7 árum síðan eftir mjög erfið veikindi sem hafði mikil áhrif á okkur öll en það var fósturpabbi minn og faðir bróðir míns. Ein besta vinkona mín missti pabba sinn eftir erfið veikindi ca ári seinna.
Núna er það þannig að 18 ára gamall drengur er að berjast við krabba og er staðan þannig í dag að það er spurning hvað hann á langt eftir. Þessi drengur tengist fjölskyldu fósturpabba míns á sama hátt og ég. Mig langar að gera eitthvað fyrir hann og fjölskyldu hans en ég veit ekki hvað það á að vera en það er svo margt sem kemur til greina.
Hvernig stendur á því að það sé orðið þannig í dag að fólk á öllum aldri fær Krabba þegar lífsgæði og læknavísindin eru orðin svona miklu betri núna heldur en t.d. fyrir 10 árum síðan. Af hverju er maður alltaf að heyra um yngra og yngra fólk, allt niður í mjög ung börn berjast við þennan sjúkdóm? Af hverju er ekki búið að finna leið til að útrýma þessum sjúkdómi sem og HIV??? Þetta eru allt góðar spurningar og ég veit að það eru margir þarna úti sem hafa þær líka og miklu miklu fleiri.
Ég ætla að velta þessu betur fyrir mér og skrifa kannski meira seinna
Eigið góða daga og hugsið um þá sem minna mega sín:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2007 | 19:57
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín
Þessi tími var einn sá skemmtilegasti sem ég hef upplifað og synd að ekki skuli vera þarna skóli í dag.
Eftir það var skólagangan frekar stopul og ég fann ekki minn veg fyrr en í vor þegar ég byrjaði á þessu sviði og er þetta mjög gaman. Ég hef unnið margvísleg störf undanfarin ár og má þar t.d. nefna ræstingar, umönnun, verslunarstörf, skemmtistöðum o.fl. Í dag er ég aftur á móti í endurhæfingu hjá Janusi endurhæfingu með skólanum í framhaldi aF þunglyndi og innlögn á Reykjalundi. Með skólanum og Janus er ég að vinna mig út úr þessu en eins og með allt annað tekur það tíma. Annars er allt í góðu og ekkert sérstakt um að vera.
Læt þetta duga í bili og segi: OVER AND OUT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 09:16
þessi listi er mjög svo sniðugur
Fékk hann að "láni" frá Zuuber.
Karl Vs Kona 2 listar
69 kostir þess að vera karlmaður:
1. Símtöl vara ekki lengur en 30 sekúndur.
2. Það er nánast alltaf fólk af gagnstæðu kyni sem sést bert í bíómyndum.
3. Þú veist eitthvað um vélar, tæki og tól.
4. Þegar þú ferð í fimm daga frí þarftu bara á einni tösku að halda.
5. Enski boltinn.
6. Biðröðin á klósettinu er miklu styttri.
7. Þú getur opnað sultukrukkurnar sjálfur.
8. Félagar þínir gera ekki veður út af því þótt þú fitnir.
9. Þegar þú flakkar á milli stöðva þarftu ekki að stoppa þótt einhver sé að gráta á einni þeirra.
10. Það veltur ekki á rassinum á þér hvort þú færð vinnu eða ekki.
11. Þú færð alltaf ekta fullnægingu.
12. Þú getur náð þér í kvenmann þótt þú sért með ístru.
13. Þér er hjartanlega sama þótt Pamela Anderson geti ekki leikið.
14. Þú þarft ekki að ganga með handtösku.
15. Þú getur tékkað þig út af hóteli þótt herbergið sé í rúst.
16. Þótt einhver finni að verkum þínum í vinnunni þýðir það ekki að öllum líki illa við þig.
17. Þú færð af þér að drepa það sem þú ætlar að borða.
18. Bílskúrinn þinn er sérherbergi.
19. Þú vinnur þér inn ótal prik hjá hinu kyninu með örlítilli tillitsemi.
20. Þú getur hlegið að Titanic.
21. Þú getur farið í sturtu og skipt um föt á tíu mínútum.
22. Þú getur sofið hjá úti um allar trissur án þess að missa mannorðið.
23. Það eru einhverjir aðrir sem sjá um að hafa áhyggjur af brúðkaupinu þínu.
24. Það þýðir ekki vinaslit þótt einhver gleymi að bjóða þér í veislu.
25. Þú getur keypt þér nærföt - þrjú saman í pakka - á 999 krónur.
26. Enginn af vinnufélögunum getur komið þér til að gráta.
27. Þú þarft ekki að raka þig fyrir neðan háls.
28. Það angrar engan þótt þú sért orðinn 34 ára og enn þá ógiftur.
29. Þú getur skrifað nafnið þitt með gulu í snjóinn.
30. Andlitið á þér er í upprunalegum litum.
31. Þú lítur á súkkulaði sem mat.
32. Þú mátt prumpa.
33. Þú getur setið við hliðina á fólki án þess að finnast þú þurfa að segja eitthvað.
34. Það er sama hvað þú gerir, þú getur alltaf lagað það með blómum.
35. Þú getur farið út í rigningu í bol án þess að það kosti eftirmál.
36. Þér duga þrjú pör af skóm.
37. Þú getur borðað banana á dekkjaverkstæði án þess að kallarnir leggi í það einhverja merkingu.
38. Það má sleppa forleiknum þín vegna.
39. Fyrir þér er Michael Bolton ekki til.
40. Þeir sem eru að segja klámbrandara þagna ekki þótt þú komir inn í herbergið.
41. Þú getur farið úr að ofan ef þér er heitt.
42. Þú þarft ekki að taka til í íbúðinni þótt einhver frá Rafmagnsveitunni sé að koma til að lesa af mælunum.
43. Þú þarft ekki að hafa vit fyrir vinum þínum þótt þeir séu á leiðinni heim með vonlausri stelpu.
44. Bifvélavirkjar ljúga ekki alltaf að þér.
45. Þér er sama þótt enginn taki eftir nýju klippingunni þinni.
46. Þú getur pissað hvar sem er.
47. Þú þarft ekki heitt vax á leggina.
48. Þú skiptir skapi vegna ytri ástæðna, ekki eftir stöðu tungslins.
49. Þér finnst Clint Eastwood góður en þú þarft ekki að fara í megrun vegna þess.
50. Þú hættir ekki við að taka bensín af því að bensínstöðin er sóðaleg.
51. Þú getur setið gleiður sama hvernig þú ert klæddur.
52. Þú færð meira kaup fyrir sömu vinnu.
53. Grátt hár, hrukkur og önnur aldursmerki gera þig flottari.
54. Þú þarft ekki að fara afsíðis þótt þig klæi í kynfærin.
55. Þegar einhver baktalar þig þá er það hans vandamál ekki þitt.
56. Þú sendir frá þér 400 milljónir af sáðfrumum í einu kasti og gætir því tvöfaldað íbúafjölda jarðar í 15 tilraunum.
57. Fólk glápir ekki á brjóstin á þér þegar þú talar við það.
58. Þú getur heimsótt vini þína án þess að færa þeim gjöf.
59. Steggjapartí eru skemmtilegri en gæsapartí - víst.
60. Þú ert í eðlilegu sambandi við mömmu þína og hún er hætt að stjórna lífi þínu.
61. Þú getur keypt þér smokka án þess að apótekarinn ímyndi sér hvernig þú lítur út nakinn.
62. Þú segist ekki vera að fara að púðra á þér nefið þegar þú ert að fara að kúka.
63. Vinur þinn fer ekki í fýlu þótt þú hringir ekki í hann eins og um var talað.
64. Þú þarft ekki að fara heim úr veislu og skipta um föt þótt einhver sé í svipuðum fötum og þú.
65. Það reikna eiginlega allir með því að þú fitnir með aldrinum.
66. Þú mátt lemja sjónvarpið og sparka í sjálfsala ef þetta hlýðir þér ekki.
67. Þú hættir að ganga í skóm sem meiða þig.
68. Þú þarft ekki að muna hvenær allir eiga afmæli.
69. Þótt þú sért ekki hrifin af einhverri stúlku þýðir það ekki að þú megir ekki sofa hjá henni.
Betra að vera kona?:
Já, stundum er það skárra að vera kvenmaður!
1. Þú getur gert fleira en eitt í einu
2. Ef þú ert með bólur geturðu málað yfir þær
3. Þú getur afsakað allt með því að það sé sá tími mánaðarins
4. Þú getur farið í lýtaaðgerð og stært þig af því
5. Maki þinn er alltaf til í að sofa hjá þér
6. Þú gengur fyrir í þau störf sem þú og jafnhæfur karlmaður sækja um
7. Þér er frekar fyrirgefið ef þú lætur einhverja vitleysu út út þér
8. Þú ert falleg nakin
9. Ef þú prumpar í bíó grunar þig enginn
10. Þú borgar lægri skatta en karlar (ert að vísu með lægri laun)
11. Þú ferð fyrst í björgunarbátana
12. Þú mátt keyra eins og hálfviti
13. Það finnst engum skrítið þótt þú hangir langtímum saman inni á klósetti
14. Þú lifir lengur
15. Þú getur feikað fullnægingu
16. Þú manst hvenær allir eiga afmæli
17. Ef þér gengur illa í vinnunni geturu hætt og farið heim og eignast börn
18. Þú getur gengið í bæði kjól og buxum
19. Ef þú missir hárið og þarft hárkollu fattar það enginn
20. Þú getur farið staurblönk á stefnumót
21. Þegar þú ert dónaleg finnst karlinum það kynæsandi
22. Þér er hjálpað ef það springur á bílnum
23. Þú getur tekið vinkonu þína með á klósettið
24. Þú færð börnin ef þú skilur
25. Þú getur saumað fötin á þig án þess að vera talin furðufugl
26. Þú getur eignast barn
27. Það eru opnaðar fyrir þér dyr
28. Þú pissar ekki út fyrir
29. Þú þolir sársauka betur
30. Fólk klórar sér ekki í kynfærunum fyrir framan þig
31. Þú þarft aldrei að kaupa smokka
32. Brad Pitt
33. Þú veist hvort stærðin skiptir máli
34. Þú hefur löglega afsökun til að vera alger tík einu sinni í mánuði
Njótið vel og eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)